BRASARI

Tilraunir, föndur, uppskriftir og almennt bras

 
 
  • Linda Sumarlidadóttir

Samverudagatal

Updated: Nov 19, 2018

Nú fer að líða að desember og spennan verður gríðarleg hjá ungum jólabörnum. Í fyrra gerði ég pakka/samverudagatal þar sem ég pakkaði inn litlum gjöfum sem voru af ýmsu tagi t.d jólastimplar, lítill bíll, skoppara bolti, sokkapar o.sf. á þorláksmessa var svo bók sem við lásum um kvöldið. Í hverjum pakka var lítið hjarta með samveru dagsins.


Jólin eru yndislegur tími og tilvalinn til að styrkja fjölskyldubönd. Við erum því með a.m.k tvö kvöld þar sem afar, ömmur, frænkur og frændur taka þátt. Í fyrra var kom fjölskyldan mín í grjónagraut með möndluverðlaunum og fjölskylda Friðjóns kom í jólapizzu sem sló alveg í gegn.


Þar sem Brimar er alveg fótbolta sjúkur langar mig rosalega að gera jóla-fótboltamót þar sem báðar fjölskyldurnar keppa um eh smá verðlaun og kannski heitt súkkulaði og smákökur á eftir en ég er ekki alveg komin með samverudagatalið fyrir þessi jól.


Eitt sem mér finnst mjög þarft er að hafa formið á dagatalinu þannig að hægt sé að breyta. Ég var t.d með pakka sem ég gat opnað og litla poka því stundum þurfti ég að breyta þeim kvöldið áður þar sem upp kom t.d að okkur var boðið á tónleika eh skemmtilegur viðburður var auglýstur,veðrið hentaði ekki eða annað kom upp. Því mæli ég sterklega með því að hafa teip sem auðvelt er að losa eða band á pokunum sem má opna þegar eh kemur óvænt uppá.


Hér er það sem við gerðum í fyrra ásamt nokkrum hugmyndum fyrir þessi jól, eitthvað af því sem við gerðum í fyrra mun ég gera aftur í ár bara með aðeins öðruvísi sniði en t.d það að borða kvöldmat í stofunni í tjaldi var svo vinsælt að Brimar löngu búin að panta það.


Jólaball - Mat með Ömmu og afa- Borða kvöldmat í tjaldi í stofunni- Jólaleikrit- Hvaleyravatn og jólasaga með nesti - Jólasund (fara þegar orðið er dimmt ) Föndra jólaskraut - Setja saman piparköku hús- Búa til jólakort handa vinunum- Fara með pakka til góðgerða mála (velja sjálfur, pakka inn og fara með) -Kaupa jólatré - Bíó með mömmu og pabba- Út eftir kvöldmat með vasaljós -Fá pabba fjölskyldu í heimsókn og gera jólapizzur- Bíókvöld heima (Jólamynd)- Baka smákökur - Spilakvöld - Jólatónleikar Leita að jólakettinum í Hellisgerði- Heimsækja Jólaþorpið - Fara á bókasafnið og velja jólabækur- Fá mömmu fjölskyldu i heimsókn í grjónagraut og möndluverðlaun - Fara með pakkana- Fara á Skauta Jóladagskrá á Árbæjarsafni - Bíltúra að skoða mikið skreytt hús - Ratleikur- Jólatilraun - Leika í snjónum Búa til Ískerti .


Ég var ekkert sérstaklega mikið að vanda myndatöku í fyrra og tók auðvita engar myndir af dagatalinu ( datt ekki í hug að ég myndi byrja eitthvað blogg hehe ) ég mun pottþétt vanda mig betur í ár og setja allt sem við gerum á instagramið okkar.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru í samverudagatals hugleiðingum.500 views

Recent Posts

See All