BRASARI

Tilraunir, föndur, uppskriftir og almennt bras

 
 
  • Linda Sumarlidadóttir

Hrekkjavaka

Okkur þykir hrekkjavaka ótrúlega skemmtileg tilbreyting í skammdeigið. Brimari þykir hrekkjavaka svo skemmtileg að hann vaknaði um morgunninn og það fyrsta sem hann segir er ''LOKSINS HREKKJAVAKA''. Mér þykir hátíðin frábær þar sem við erum alltaf meira og meira að fjarlægjast hvort annað en á þessum degi eru heimilin virkjuð, ekki aðeins fyrirtæki og verslanir. Við hittum nágranna og krakka úr hverfinu og samfélagstilfinningin eflist.

Við áttum mjög skemmtilega fjölskyldustund við að skera út grasker þar sem hver fékk stitt ker til að hanna og skera út ( Brimar fékk reyndar aðstoð við útskurðinn og Ísar fylgdist bara með af hliðarlínunum ). Það kom mér á óvart hversu auðvelt er að skera grasker en langmesta vinnan var í því að hreinsa það að innan.


Mér fannst alveg ómögulegt að henda innihaldinu úr graskerinu svo við bjuggum til súpu sem var svo í hrekkjavöku partýinu okkar um kvöldið. Súpan og draugapizzan sem við bökuðum sló í gegn en uppskriftina má finn hér.


Við redduðum okkur þurrís og skreytum alla íbúðina með kóngulóavef, beinagrindum og allskonar hræðilegum verum.


Þáttakan í hverfinu okkar var frábær og við erum fílelfd fyrir hrekkjavöku að ári !29 views

Recent Posts

See All