BRASARI

Tilraunir, föndur, uppskriftir og almennt bras

 
 
  • Linda Sumarlidadóttir

Hrekkjavökusúpa.

Ég er enginn svaka kokkur og get sjaldnast farið eftir uppskriftum. Hrekkjavöku súpan var aðalega afleiðing þessa að ég vildi ekki henda svona góðu og hollu hráefni eftir að við vorum búin að skera út graskerin.


Þarf sem ég hefði ekki mikin tíma til að standa yfir pottum þá skellti ég graskerinu og sætumkarteflum í Corck pottinn minn og lét það malla í 8 tíma, því næst skellti ég þessu í matvinnsluvél þar til alveg mjúkt.


Þegar kom að því að elda súpuna þá byrjaði ég á að steikja 4 lauka, 2 venjulega, heilan hvítlauk og einn rauðan ásamt fersku chilli, allt smátt skorið.


Bætti svo blöndunni við og sirka 2l af vatni.


Ég notaði allskonar krydd, ég er ekki alveg með hlutföllinn af kryddi á hreinu enda held ég að best sé að krydda eftir smekk en sirka svona:


2 msk chilli explosion

2 tsk fennel

1 msk oreganno

1 msk Kúmen fræ

2 msk grænmetiskraftur

1 msk cumin

Á endanum bætti ég svo sirka 1l af rjóma.


með súpunni var ég með sýrðan rjóma útá.


- en þetta var mjög stór uppskrift enda 8 fullorðnir í mat ( og afgangur )


Súpan heppnaðist mjög vel og get ég alveg mælt með því að prufa sig áfram með grasker. Ég á alveg pottþétt eftir að gera þessa súpu aftur.


37 views