BRASARI

Tilraunir, föndur, uppskriftir og almennt bras

 
 
  • Linda Sumarlidadóttir

Eldfjallatilraun

Updated: Nov 1, 2018
Eftir ferðalög innanlands í sumar hafa eldfjöll verið Brimari Snæ sérstaklega hugleikinn. Og þvó fannst okkur tilvalið að skella í eldfjallatilraun þegar Brimar kom slappur heim af leikskólnum en þar sem hann var fljótur að jafna sig.


Það sem þarf í þessa tilraun er : Krukka, kanna, matarlitur, edik, matarsódi, vatn, pappi og límband.


Setjið Matarsóda í krukku og blandið saman ediki og matarlit í könnuna, hellið svo blöndunni yfir í krukkuna og BAM! eldgos!


Til þess að gera tilraunina en skemmtilegri er gaman að klippa til blað og setja utan um krukkuna til þess að auka eldfjalla útlitið.

Tilrauninn hefur notið mikilla vinsælda og er oft endurtekin þegar vinir koma í heimsókn.132 views